Peningamálin:Heildarlausn í kvöld eða fyrramálið?

Ríkisstjórn,aðilar vinnumarkaðsins,fulltrúar lífeyrissjóða,hagfræðingar o.fl. hafa fundað stíft í dag og í gær um fjármálakreppuna á Íslandi.Rætt er um einhverja heildarlausn,sem helst þarf að liggja fyrir í kvöld eða snemma í fyrramálið.Helst er rætt um stóra erlenda lántöku,t.d. hjá seðlabönkunum á Norðurlöndum.Einnig er rætt um aðkomu lífeyrissjóðanna en þeir munu hafa ljáð máls á því að taka heim 200 milljarða kr af erlendum eignum til þess að kaupa krónur og styrkja þannig gengi krónunnar. Þeir setja það skilyrði,að bankarnir selji jafnmiklar eignir erlendis og komi heim með jafnmikla peninga.Ein hugmyndin,sem er rædd er sú,að bönkunum verði skipt upp, í starfsemi hér  heima og erlendis. Mundi þá starfsemin erlendis vera með skuldirnar ytra að öllu eða mestu leyti.

Þorvaldur Gylfason var í Silfri Egils í dag. Hann sagði,að skipta yrði um áhöfn í Seðlabankanum strax eftir helgi og ef ríkisstjórnin gæti ekki gert það yrði hún að víkja. Hann ræddi peningamálin ítarlega. Fjallað verður nánar um framlag hans síðar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband