Miðvikudagur, 15. október 2008
Gordon Brown biðjist afsökunar og greiði skaðabætur
Ég er mjög óánægður með framkomu Gordons Browns forsætisráðherra Breta í garð Íslendinga.Hann sagði,að Íslendingar ætluðu ekki að standa við skuldbundingar sínar í Bretllandi þó forsætisráðherra og fjármálaráðherra væru búnir að taka fram,að ríkisstjórn Íslands mundi ábyrgjast innistæður á icesave reikningum í Bretlandi samkvæmt reglum EES.Til þess að bæta gráu ofan á svart beitti Brown hryðjuverkalögum gegn Íslandi og lét stöðva starfsemi Kaupþings þar og kyrrsetti eignir bankans.Með því setti hann Kaupþing í gjaldþrot.
Jón Magnússon alþingismaður sagði á alþingi í gær,að Gordon Brown yrði að biðja íslensku þjóðina afsökuna á framferði sínu og greiða henni skaðabætur. Ef hann gerði það ekki ætti Ísland að slíta stjórnmálasambandi við Bretland. Ég er sammmála því.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.