Fimmtudagur, 16. október 2008
Bandarískur fjárfestingarsjóður vill yfirtaka rekstur Landsvirkjunar
Bandarískur fjárfestingarsjóður, Riverstone Holdings, vill kaupa tekjustrauma Landsvirkjuna eða einstakra virkjana til 10-15 ára og greiða fyrirfram. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 en þar sagði, að fulltrúar sjóðsins hefðu átt fund með forsvarsmönnum Landsvirkjunar í síðustu viku.(mbl.is)
Það kemur ekki til greina að ganga að þessu tilboði. Landsvirkjun er eitt af okkar mikilvægustu fyrirtækjum. Og við þurfum einmitt á því að halda nú þegar erfiðleikar steðja að.Landsvirkjun á að vera í höndum ríkisins og hafa forgöngu um virkjanir bæði innan lands og utan.
Björgvin Guðmundssson
Fjárfestingarsjóður vill yfirtaka rekstur virkjana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála. Það var fyrirsjáanlegt að hrægammar færu að svífa yfir stórslasaða landinu, en við verðum að berja frá okkur og standa í lappirnar sjálf.
Villi Asgeirsson, 16.10.2008 kl. 09:08
Það er áhættulítið að kaupa tekjurnar. Áhættan felst í framkvæmdunum. Ef ætti að semja um eitthvað við þessa menn er það að þeir taki að sér nýframkvæmdir, ekki virkjanir sem þegar er búið að byggja.
Þorsteinn Siglaugsson, 16.10.2008 kl. 09:49
Nýframkvæmdir Þorsteinn? Eru ekki Íslendingar búnir að fá nóg af stóriðjufasisma í bili?
Á þessum tímapuntki á sko ekki að að virkja eina einustu lækjarsprænu í viðbót nema það sé gert með því markmiði að vetnisvæða bílaflotann strax og helst skipaflotann líka! Olía í heiminum er ekki endalaus og ekki gjaldeyrir heldur eins og við finnum nú fyrir. Það væri mikilvægt öryggismál fyrir Ísland ef þjóðin væri sjálfri sér nóg um eldsneyti, sem og matvæli og skal því efla landbúnaðinn líka. T.d. mætti hvetja til aukinnar hampræktunar, en úr honum má einmitt vinna eldsneyti sem er nothæft á flest landbúnaðartæki og vinnuvélar án mikilla breytinga á þeim. Ágætur maður hér í borg keyrir um á Land Rover sem knúinn er af steikingarfeiti, en hann fær að hirða afganga hjá veitingahúsum og sparar sér hundruðir þúsunda á ári. Það eru svona lausnir sem munu leiða okkur inn í framtíðina, ekki endurnýttar lausnir úr fortíðinni sem eru óframkvæmanlegar nema með aðkomu einhverra erlendra stórfyrirtækja með aðeins eitt markmið: að græða peninga. Eða er það ekki slík græðgi sem er einmitt núna búin að koma okkur í mikil vandræði?
Ég er sjálfur með bíl á resktrarleigu, en umgengst hann engu að síður sem mína eign. Auðvitað er þetta samt "minn" bíll! Ég er meira að segja með samninginn í hanskahólfinu, undirritaðan og allt... Er nokkur ástæða til að ætla að erlendir fjárfestar muni umgangast orkuauðlindir okkar öðruvísi ef við leyfum þeim að leigja rekstur þeirra?
Guðmundur Ásgeirsson, 16.10.2008 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.