Málsókn gegn Bretum undirbúin

Geir Haarde, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði fengið breska lögmannsstofu til að skoða réttarstöðu Íslendinga og undirbúa málssókn á hendur bresku ríkisstjórninni vegna þess tjóns sem hún hefði valdið Íslendingum, með falli Kaupþings.

Sú framkoma sem bresk stjórnvöld sýndu okkur, órökstuddar rangfærslur um gjaldþrot þjóðarinnar, olli fjölda íslenskra fyrirtækja gríðarlegu tjóni og átti ekkert skylt við að bjarga breskum hagsmunum, sagði Geir. Hann sagði að í undirbúningi væri að rannsaka ábyrgð og möguleg lögbrot við þær hamfarir sem orðið hafa.

Steingrímur j Sigfússon, formaður vinstri grænna, sagði mikilvægt að rannsaka hvernig bankahrunið kom til og meta það hvar ábyrgðin liggur. Hann skoraði á auðmenn að flytja eignir sínar heim og hjálpa til við uppbyggingu hérlendis.

Allir formenn stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýndu mjög framgöngu breskra ráðamanna og Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, spurði hvort nú þyrfti að slíta stjórnmálasambandi við Bretland, eins og gert var í þorskastríðinu.(mbl.is)

Ég fagna því,að málsókn gegn Bretum sé undirbúin. Ég tel víst,að Bretar séu skaðabótaskyldir. Þeir hafa valdið okkur ómældum skaða. Það er þeirra sök,að Kaupþing stöðvaðist og það getur ekki staðist að hryðjuverkalögum sé beitt gegn Íslendingum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

  •  

    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband