Útflytjendur fá ekki greiddan gjaldeyri,sem þeir fá sendan erlendis frá

Ófremdarástand virðist nú ríkja í bönkunum í gjaldeyrismálum. Skýrt hefur verið frá því hve erfiðlega gengur að fá yfirfærslur fyrir innflutningi og eru innflytjendur af þeim sökum komnir í vanskil  erlendis.Fréttblaðið skýrir frá því að forsætisráðherra hafi hvatt útflytjendur til þess að flytja erlendar tekjur sínar til landsins Og Eiríkur Guðnaon  bankastjóri Seðlabankans segir að nauðsynlegt sé að auka gjaldeyristekjur  með útflutningi. En nú berast fréttir af því,að útflytjendur fái ekki greiðslur sínar afgreiddar í bönkunum fyrir útflutning enda þótt þær séu komnar til landsins. Þær séu fastar í bönkunum . Það þýðir lítið að hvetja til útflutnings,ef ástandið er þannig. Um hvort tveggja er að ræða: Greiðslur eru fastar erlendis en þær eru  líka fastar í bönkunum hér heima. Það ætti að vera auðvelt að kippa síðara atriðinu í liðinn.Ég skora á viðskiptaráðherra að gera það.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband