Föstudagur, 24. október 2008
Árni sagði ekki,að Íslendingar mundu ekki borga
Kastljós RÚV birti í gærkveldi umdeilt símtal Árna Mathiesen fjármálaráðherra við Darling fjármálaráðherra Breta en getum hefur verið leitt að því að Darling hafi átt við þetta símtal,þegar hann sagði,að Íslendingar ætluðu ekki að borga það sem þeim bæri af innistæðum Breta á ice save reikningum samkvæmt því sem íslenskir ráðamenn hefðu sagt.Samtalið er einnig birt á netinu,mbl.is Ekki fæ ég séð,að Árni Mathiesen hafi viðhaft ummæli eins og þau,sem Darling vísaði til. Árni segir ekki í samtalinu,að Íslendingar ætli ekki að borga. Darling nefnir ákveðna upphæð ( miðað við EES samninginn) og spyr hvort Íslendingar ætli að borga hana (per. innstæðueiganda) Árni svarar og segir: Ég vona,að það verði tilfellið. Hann tekur m.ö.o.vel í það þó það sé ekki fullyrt 100%.Darling eða aðrir breskir ráðamenn hljóta því að hafa talað við einhverja aðra íslenska ráðamenn en íslenska fjármálaráðherrann. Eða þá að þeir hafa verið að ýkja og búa til ástæður svo þeir gætu ráðist á Íslendinga eins og þeir hafa gert m.a. með því að beita hryðjuverkalögum gegn þeim.
Með kyrrsetningu eigna íslenskra banka í Bretlandi veittu Bretar þeim náðarhöggið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.