Eigum við að kjósa í vor?

Almenningur ræðir mikið hverjir beri ábyrgð á hruni bankakerfisins.Að mínu mati eru það þeir,sem einkavæddu bankana og slepptu þeim lausum án fullnægjandi eftirlits. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar einkavæddi bankana.Seðlabanki og fjármálaeftirlit áttu að hindra   að  bankarnir  tækju öll þau erlendu lán,sem settu bankana á hliðina og hefðu getað orsakað þjóðargjaldþrot,ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett.Seðlabanki   og fjármálaeftirlit brugðust  eftirlitshlutverki sínu.Það þýðir ekkert fyrir Seðlabankann að segja,að hann hafi varað við. Bankinn átti sjálfur að taka í taumana.Enginn vill bera ábyrgð. En allir bera ábyrgð ríkisstjórnir,Seðlabanki og fjármálaeftirlit. Ef vil vill væri eðlilegast eins og málum er komið að leggja málin í hendur þjóðarinnar næsta vor og láta kjósa til alþingis. Á þann hátt mundu stjórnmálamenn axla sína ábyrgð.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband