50 þús. mótmæla yfirgangi Breta gegn okkur

Tæplega fimmtíu þúsund manns hafa skrifað nafns sitt við þjóðarávarp til Breta á netsíðunni Indefence, en síðan var opnuð á fimmtudaginn. Á síðunni er þeirri ákvörðun breskra stjórnvalda að beita hryðjuverkalögum gegn íslensku bönkunum mótmælt harðlega. Nokkuð hefur verið fjallað um átakið í erlendum fjölmiðlum en markmiðið er að afhenda breskum yfirvöldum yfirlýsinguna og undirskriftalistann í viðurvist fjölmiðla. (visir.is)

:Þessi mótmælaalda sýnir hve fólki ofbýður yfirgangur Breta gegn Íslendingum en þeir beittu hryðjuverkalögum gegn okkur,"vinaþjóð" í NATO.Íslendingar hafa mótmælt þessu hjá NATO en ekki verður séð,að NATO hafi neitt gert í málinu.

Björgvin Guðmundsson



 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband