Ég minnist kreppunnar fyrir stríð

Samdrátturinn í íslensku efnahagslífi hefur nú breytst í kreppu.Atvinnuleysi eykst,fyrirtækin eru að stöðvast og mörg gjaldþrot framundan.Fólk er hrætt og kvíðir framtíðinni sem von er.En við getum huggað okkur við . að  við höfum byggt upp öflugt velferðarkerfi og sterka lífeyrissjóði.

Ég minnist kreppuáranna fyrir stríð.Ég var þá 5-6 ára.Pabbi var atvinnulaus.Hann var verkamaður og það var enga vinnu að fá.Og það voru engar atvinnuleysistryggingar þá.Það þýddi því ekkert að skrá sig atvinnulausan í traustri þess að fá atvinnuleysisbætur. Þær voru ekki til .Ef allt um þraut og enginn matur var til handa börnunum urðu menn að leita á náðir bæjarins og biðja um fátækrastyrk.En verkamenn voru stoltir í þá daga og fóru ekki til bæjarins nema í algerri neyð. Pabbi reyndi að snapa eitthvað að gera niður við höfn og tókst stundum að fá einhver viðvik.En oft var ekkert að hafa.Þetta voru erfiðir tímar svo tímarnir í  dag eru luxustímar miðað við kreppuárin fyrir stríð.Þó veit ég að það er efitt hjá mörgum í dag,sérstaklega þeim sem eru  að berjast við að halda húsnæði sínu og eiga erfitt með að greiða af´húsnæðislánum,sem hækka og hækka vegna verðtryggingar og myntkörfulána.Aðgerðir ríkisvaldsins til bjargar þessu fólki þola enga bið.

 

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband