Það þarf að gefa upp á nýtt (New Deal) og jafna tekjuskiptinguna

Tekjuskiptingin hér á landi var mjög ójöfn á tímabili uppgangs í efnahagslífinu.Framkvæmdir voru miklar,tekjur miklar og það reis upp ný stétt sem hafði ofurlaun. Á sama tíma hafði láglaunafólk og stór hópur aldraðra og öryrkja bág kjör.Nú er efnahagskreppa og það er tími til kominn að gefa  upp á nýtt og breyta tekjuskiptingunni.Það verður minna til skiptanna en við getum samt  jafnað kjörin á réttlátari hátt. Það er tími til kominn að jafna tekjuskiptinguna þannig,að láglaunafólk og aldraðir fái sómasamleg kjör. Það þarf að færa tekjur til í þjóðfélaginu.Þetta er brýnasta verkefnið um leið og við' endureisum efnahagskerfið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband