Skattbyrði hefur aukist mest í lægri tekjuhópunum

Frá árinu 1993 til ársins 2007 hefur meðalhlutfall í tekjuskatti einstaklinga hækkað um rúmlega fimmtung og skattbyrði aukist mest í lægri tekjuhópunum. Þetta er ein af niðurstöðum í skýrslu nefndar á vegum fjármálaráðuneytisins sem hafði meðal annars það hlutverk að fara yfir íslenska skattkerfið. Nefndin lauk störfum 11. september síðastliðin eftir um tveggja og hálfs árs starf. Formaður nefndarinnar var Friðrik Már Baldursson og var fulltrúi BSRB í nefndinni Ragnar Ingimundarson hagfræðingur. (bsrb.is)
Samkvæmt framangreindri niðurstöðu hefur meðalhlutfall í tekjuskatti hækkað um 20%
á tímabilinu 1993-2007. Það er ekki lítil hækkun. Og eins og margoft hefur verið bent á í greinaskrifum hafa skattar hækkað mest á lægstu tekjuhópum.Það vill segja,að skattkerfið' hefur aukið ójöfnuð í þjóðfélaginu.Það er athyglisvert,að það er nefnd á vegum fjármálaráðherra,sem kemst að þessari niðurstöðu en fjármálaráðherra hefur  oft áðuyr mótmælt því að skattar væru að auka ójöfnuð og að skattar væru að hækka.
Björgvin Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband