Kjör aldraðra og öryrkja drógust aftur úr í góðærinu

Kjör lífeyrisþega, þ.e. flestra eldri borgara og öryrkja, bötnuðu minna  á tímabilinu  1990-2005 en kjör annarra í þjóðfélaginu, ekki síst vegna aukinnar skattbyrðar sem stjórnvöld lögðu á lágtekjufólk.            Kaupmáttur hámarkslífeyris til einhleypra eldri borgara dróst stórlega aftur úr almennu kaupmáttarþróuninni í samfélaginu í góðærinu eftir 1995.

    Frá 1990 til 2005 jókst kaupmáttur þjóðarinnar um 50,6% á meðan kaupmáttur hámarkslífeyris frá Tryggingastofnun jókst um 18%. Það endurspeglar kjaraþróun þeirra lífeyrisþega sem lítið annað hafa en almannatryggingar til að stóla á. Þeir sem fá að auki lágar eða hóflegar greiðslur úr lífeyrissjóðum hafa einnig setið eftir, en það er stór hluti eldri borgara og öryrkja.

    . Stjórnvöld eiga stærstu sök á því að kjör lífeyrisþega  drógust aftur úr í góðærinu frá 1995 ekki .síst vegna aukinnar skattbyrðar sem stjórnvöld lögðu á lágtekjufólk. frá 1990 til 2005. 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

og Íslensk Verkalýðshreyfing, sem hefur haft meiri áhuga á sumarhúsaútbýtingum, en kjörum lágtekjufólks og það í öllu "Góðærinu"  Um hvað var þjóðarsáttin eiginlega ? 

Máni Ragnar Svansson, 30.10.2008 kl. 15:39

2 Smámynd: Dóra

Já Björgvin. Mikið vildi ég fá svör við því þegar bætur okkar öryrkja í Danmörku étast upp í 50 % á milli landa á hverju við eigum að lifa ?

Já ekki kom ég mér í þessa stöðu eða aðrir sem búsettir eru hér...

Dóra, 30.10.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband