Fimmtudagur, 30. október 2008
Breytt landslag í pólitíkinni
Síðasta skoðanakönnun Fréttblaðsins sýndi verulegar breytingar á fylgi flokkanna.Samfylkingin var komin með 36% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með aðeins 29%. Vinstri græn voru með 23%. Spurningin er sú hvort þetta helst. Það eru mikil umbrot í íslensku þjóðlífi núna vegna fjármálakreppunnar. Það getur verið að fylgi flokkanna ryðlist af sökum. Fólk veit,að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við stjórnvölinn sl. 17 ár og á meiri þátt en aðrir flokkar í stjórn landsins á þessu tímabili.Á frammistaða flokkanna á yfirstandandi kjörtimabili þátt í gengi flokkanna nú. Að sjálfsögðu að einhverju leyti.Ég reikna þó með að fólk sé nú að gera upp lengra tímabil en aðeins sl. 1 1/2 ár. Fólk er að hugsa um hver ber ábyrgð á bankakreppunni og hver ber ábyrgð á einkavæðingunni o.s.frv. Síðan blandast afstaðan til ESB inn í fylgi flokkanna. Æ fleiri telja,að Ísland eigi að ganga í ESB og þar er Samfylkingin í fararbroddi þeirra sem vilja ganga í ESB.
Björgvin Guðmundssoin
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.