12-13000 atvinnulausir í janúar

Búast má við að 12-13.000 manns verði án atvinnu í janúar, að mati Vinnumálastofnunar, sem hélt í dag ársfund sinn, í skugga kreppu og ört vaxandi atvinnuleysis. Þetta jafngildir 6-7% atvinnuleysi.

Í september síðastliðnum mældist atvinnuleysi 1,3%. Alþýðusambandið gerir ráð fyrir að það verði 4,5% á næsta ári, en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir ráð fyrir heldur meira atvinnuleysi eða 5-6%.(ruv.is)

Þetta eru uggvænlegar horfur.Nauðsynlegt er að hraða sem mest ráðstöfunum til aukningar vinnu.Róttækar tillögur hagfræðinga þurfaað koma til skoðunar,þar á meðal tillaga Jóns Danielssonar um að prenta seðla í því skyni að styrkja og efla atvinnulífið og heimilin.Þegar kreppan skall á með fullum þunga í Bandaríkjunum  og Roosevelt kom til valda sem forseti Bandaríkjanna greip hann til þess ráðs að láta ríkið eyða sem mestu og hann hvatti alla til þess að eyða og skapa eftirspurn. Þessi leið hans keppnaðist og hjól atvinnulífsins fóru að snúast á ný. 

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband