Eru dagblöðin að renna saman í eitt?

Nýlega var tilkynnt að  365 hefði eignast hlut í Árvakri ,nokkuð stóran hlut,35% að mig minnir.Þar með er eignarhald á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu á einni  hendi.Árvakur á bæði blöðin,Morgunblaðið og Fréttablaðið.Þetta var réttlætt með því að sameina ætti dreifingu blaðanna og koma á hagræðingu í henni . Sjálfsagt  sparast einhver kostnaður við það og það er erfitt að halda úti blöðunum,þegar efnahagslægð er og auglýsingar fara minnkandi. En hér er hætta á ferðum . Enda þótt bæði blöðin séu með sjálfstæðar ritstjórnir og haldi sjálfstæði sínu að því leyti er sú hætta fyrir hendi ef rekstrarerfiðleikar aukast að blöðin verði sameinuð. Við sjáum hvernig fór með 24 stundir. Það var einfaldlega lagt niður eftir að Árvakur var búinn að reka bæði blöðin um skeið.Hér er hætta á ferðum.Það er nauðsynlegt að hafa samkeppni  í dagblaðaútgáfu.Samkeppni Morgunblaðsins og Fréttablaðsins þarf að halda áfram og raunar þurfa þessi bæði blöð að fá samkeppni frá þriðja aðila.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband