Laugardagur, 1. nóvember 2008
Þúsund í mótmælagöngu.Vilja nýja ráðherra,nýjan seðlabankastjóra og kosningar
Mótmælaganga er nú á leið frá Hlemmi niður í miðbæ. Mjög margt fólk hefur bæst við á síðustu mínútum og telst nú líklega í þúsundum, frekar en hundruðum. Í fararbroddi eru vörubílar sem þeyta lúðra. Göngumenn krefjast meðal annars mannabreytinga í ríkisstjórn og Seðlabanka og kalla á kosningar.
Fólkið er nú á Austurvelli, en hópurinn teygði sig nokkur hundruð metra leið þegar komið var í Austurstæti. Útifundur stendur yfir.
Björgvin Guðmundsson
Um þúsund mótmælendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:32 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki rétt hjá mér að þetta er texti fréttarinnar eins og hann var fyrst við þessa frétt Mbl.is sem þú bloggar við, sem svo nokkrum mínútum seinna breyttist bæðið í meginmáli og fyrirsögn þannig að þar sem stóð „þúsundir“ varð að „um þúsund“ og annað í stíl við það?
Helgi Jóhann Hauksson, 1.11.2008 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.