Obama enn með forskot

Barack Obama heldur enn öruggu forskoti á John McCain, samkvæmt skoðanakönnunum, sem birtar voru í gærkvöldi og morgun. Samkvæmt könnun Zogby stofnunarinnar fyrir Reuters og C-SPAN segjast 50% ætla að kjósa Obama en 44% McCain.

Zogby hefur gert daglegar kannanir síðustu vikurnar og niðurstaðan í morgun sýnir, að Obama hefur styrkt stöðu sína síðustu dagana. Er það m.a. rakið til hálftímalangrar sjónvarpsauglýsingar, sem sýnd var í síðustu viku. 

McCain fylgdi í gærkvöldi í fótspor Söruh Palin, varaforsetaefnis síns og kom fram í skemmtiþættinum  Saturday Night Live. Gamanleikkonan Tina Fey lék Palin að venju.

Framboð Obama skilaði í gær 265 framlagi, sem frænka Obama gaf í kosningasjóð hans. Fram kom um helgina, að frænkan, sem er hálfsystir föður Obama  og er frá Kenýa, hefur dvalið ólöglega í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár. Frambjóðendur mega ekki taka við framlögum frá útlendingum. Obama sagðist ekki hafa vitað um þessar aðstæður frænku sinnar.(mbl.is)

Ég tel,að Obama sé betri kostur en McCain. Obama er frjálslyndur jafnaðarmaður að mínu mati. Það yrði gott að fá hann í forsetastól og merk tímamót,þar eð hann yrði fyrsti blökkiumaðurinn í embætti forseta á USA.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka Til baka

Erlent | mbl.is | 01.11.2008 | 15:29

mbl.is Obama enn með forskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband