Hótel D ' Angleterra í eigu islenska ríksins

Danska blaðið Berlingske Tidenede segir í dag að þekktasta hótel Norðurlanda, D´Angleterre í Kaupmannahöfn sé komið í eigu íslenska ríkisins í gegnum Nýja Landsbankann.

Auk hótelsins er Landsbankinn orðinn eigandi að fleiri þekktum stöðum í Kaupmannahöfn eins og Copenhagen Corner, Kong Frederik og Front.

Landsbankinn gamli fjármagnaði kaup Nordic Partners á þessum eigum árið 2007. Hefur bankinn stór veð í eignunum sökum þessa en ljóst var á þessum tíma að þessar eignir voru keyptar á yfirverði.

Gísli Reynisson stjórnarformaður Nordic Partners segir í samtali við Berlingske að hluti af fjármögnun þeirra hafi komið frá Landsbankanum sem nú sé orðinn að ríkisbanka. Hann veit þó ekki til að samningum Nordic við Landsbankann hafi verið breytt.

„Hins vegar finnum við fyrir áhyggjum hjá fólki með að íslenskur banki standi að fjármögnuninni," segir Gísli.

Í Berlingske segir að hinir íslensku fjárfestar í Nordic Partners hafi verið óheppnir með dönsk kaup sín. Bæði hótelin, D´Angleterre og Kong Frederik, séu rekin með tapi og sama eigi við um fasteign þeirra í Amaliegade sem kallast Lille Amalienborg og stendur við hliðina á dönsku konungshöllinni.

Í ljós hefur komið að Nordic Partners yfirtók áhvílandi skuldir í þeim félögum sem áttu þessar eignir fyrir þannig að kaupverðið er í raun mun hærra en þær 700 milljónir danskra króna eða 14 milljarðar króna sem áður var talið.(visir.is)

Það er mikill völlur  á Íslendingum að kaupa þekktasta hótel Norðurlanda,einn þekktasta veitingastað Kaupmannahafnar,þekktustu verslunarmiðstöðina, Magasin du Nord og Illum. En ekki var allt sem sýnist. Eignarhald Íslendinga á þessum eignum er ótraust.

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband