Rifta verður ákvörðun forstjóra og stjórnar gamla Kaupþings um að fella niður ábyrgðir starfsmanna vegna hlutabréfakaupa

Það  hefur nú  verið upplýst,að gamla Kaupþing lánaði starfsmönnum 50 milljarða til hlutabréfakaupa. Stærstu lánin vori til  forstjóra og stjórnarformanns bankans.Hinn 25.sept. ákvað forstjóri bankans með samþykki stjórnar að  fella niður ábyrgðir umræddra starfsmanna vegna lánanna,sem þeir tóku.Stefán Már Stefánsson prófessor við HÍ  telur,að unnt sé að rifta þessum gerningi,þar eð rifta má  því sem gert er 3 mánuðum fyrir gjaldþrot. Ég tel að þessu eigi skilyrðislaust að rifta. Það er verið að mismuna hluthöfum. Sumir hluthafar ( starfsmenn bankans) þurfa ekki að greiða fyrir hluti sína en aðrir sitja uppi með skaðann og almenninir sparifjáreigendur tapa stórfé,ef þeir hafa sett peninga í sérsjóði.

Vilhjálmur Bjarnason  fjárfestir telur,að með gerningnum 25.sept. sl.  hafi verið   framið lögbrot. Það hafi verið gengið á rétt annarra hluthafa.Ég er sammmála því.

 

Björgvin Guðmundssson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband