Samson að verða gjaldþrota

„Þetta er engin efnisleg ákvörðun. Þeir einfaldlega veita ekki umbeðinn frest. Hluturinn í Landsbankanum var aðaleign félagsins og hann hefur  verið tekinn eignarnámi. Það voru skuldir inni í félaginu og nú er það kröfuhafa að fara fram á gjaldþrot,“ segir Ásgeir Friðgeirsson. Hann er talsmaður Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem eiga Samson eignarhaldsfélag. Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði þeim í dag um áframhaldandi greiðslustöðvun.

Það var þýski bankinn Commerzbank sem fór fram á það við héraðsdóm að kröfu um áframhaldandi greiðslustöðvun yrði synjað en sambankalán Samson upp á rúma 23 milljarða króna var í uppnámi.

Hlutur Samson eignarhaldsfélags í Landsbankanum var metinn á um 90 milljarða króna þegar ríkið tók bankann yfir en eftir ríkisvæðingu bankanna var sá hlutur nær verðlaus.

„Það er ekki búið að taka ákvörðun um að gefa búið upp til gjaldþrotaskipta og okkur er ekki kunnugt um að Commerzbankinn hafi óskað eftir gjaldþrotaskiptum,“ segir Ásgeir Friðgeirsson.

Hann bætir við að niðurstaðan með Samson hafi ekki bein áhrif á önnur félög í eigu Björgólfsfeðga heldur fyrst og fremst á þeirra eigin fjárhag.(mbl.is)

Það er skammt milli lífs og dauða í viðskiptum.Samson var aðaleigandi Landsbankans þegar þeir Björgólfsfeðgar keyptu Landabankann ásamt Magnúsi Þorsteinssyni.Í dag er Samson eignalaus og verður án efa lýst gjaldþrota.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka T


mbl.is Samson í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er fínt að þeir verði eignalausir annað eiga þeir ekki skilið, en þeir hafa örugglega sett einhverja þúsundkalla á öruggan stað

Guðrún (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 19:30

2 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Ekki get ég óskað neinum að lenda í erfiðleikum. Ég veit ekki betur en búkurinn hafi yfirleitt dansað eftir hausnum, við höfum flest hagað okkur misvel.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 5.11.2008 kl. 00:24

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Að verða? Þeir eru gjaldþrota.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.11.2008 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband