Ragnheiður vill skipta um áhöfn í Seðlabankanum

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, vill að bankastjórar og bankaráð Seðlabankans víki sæti. Þetta kemur fram í grein, sem hún ritar í Morgunblaðið í dag.

„Ég hef ætíð haft þá skoðun að fyrrverandi stjórnmálamenn ætti ekki að skipa í stjórnir ríkisfyrirtækja. Nú ríkir hvorki traust né trúnaður gagnvart seðlabankastjórum og bankaráði Seðlabankans og þess vegna ættu allir þeir er þar sitja að víkja sæti svo hægt yrði að byggja upp traust og trúnað á ný og samhliða á að breyta lögum um Seðlabanka Íslands, stjórnskipulag bankans, stöðu og markmið,“ segir Ragnheiður meðal annars í grein sinni.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Bankastjórar og bankaráð víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ragnheiður hefur alltaf haft sjálfstæðar skoðanir og eins og hún sagði í viðtali í útvarpinu í gær, þá spyr hún engan að því hvaða skoðun hún megi hafa.

Því miður er Sjálfstæðisflokkurinn samansafn af fólki sem virðist ekki hafa svipaða skoðun og Ragnheiður. Þar má helst enginn hafa neina skoðun á neinu nema hafa fyrst spurt Davíð! Er þetta eðli þeirra sem mynda þann stjórnmálaflokk á Íslandi sem lengi hefur verið langstærstur og verið lengst allra annarra flokka í ríkisstjórn? Þvílíkt „sjálfstæði“!

Það er spá mín að Ragnheiður skipti um flokk ef fleiri breyti ekki eins og hún. Sjálfsagt á Ragnheiður þá eftir að knýja dyra hjá Samfylkingunni enda eru ættmenn hennar flestir þar. Faðir hennar Ríkharður var mjög tengdur Alþýðuflokknum á Akranesi og naut mikillar virðingar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.11.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband