Kolbrún á að halda sig við bókmenntirnar

Kolbrún Bergþórsdóttir er ágætur bómenntagagnrýnandi en afleitur stjórnmálaskýrandi.Hún skrifar grein í Morgunblaðið í gær og tekur sér þar fyrir hendur að  skýra stöðu Samfylkingarinnar og öllu heldur stöðu Alþýðuflokksins og   jafnaðarmanna.Hún segir: Til var orðinn einkennilega  samansettur flokkur ólíkra hópa,sem gekk undir nafninu Samfylking.Í augum heilbrigðra krata virtist þetta fremur aumlegt battari. Þetta er algert bull hjá Kolbrúnu. Það var mjög eðlilegt,að Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið  sameinuðust eftir að Sovetríkin voru fallin og enginn ágreiningur um utanríkismál lengur  milli þessara flokka. Það var aldrei neinn verulegur ágreiningur um innanlandsmál milli þeirra.Kratar, alþýðuflokksmenn,  eru ánægðir með  hinn nýja flokk.Það get ég borið um sem gamall krati.Samfylkingin er nú orðinn stærsti flokkur landsins.

Kolbrún,sem taldi sig krata hér áður,er mikið ánægðari með  Sjálfstæðisflokkinn en Samfylkinguna.Rifja má upp að Sjálfstæðisflokkurinn er myndaður úr tveimur flokkum,Íhaldsflokknum og Frjálslyndum. Sjálfstæðisflokkurinn er einkennilega samansettur flokkur. en þó Kolbrúnu að skapi.Nú hefur Kolbrún mestar áhyggjur af því að Samfylkingin myndi stjórn með Vinstri grænum.Fram til þess hafa þó verið meiri líkur á því ,að Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn mynduðu stjórn. Styrmir Gunnarsson barðist fyrir slíkri stjórn af miklum krafti meðan hann var ritstjóri Mbl. og fleiri finnast í Sjálfstæðisflokknum sem eru á sömu skoðun.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: H G

Mér hefur lengi þótt skrif þessarar manneskju undarleg. Dettur í hug ein skýring eftir kosningavöku-þátt í gær (!!??).   Verst þótti mér er hún réðst, fyrir margt löngu, á skrif um einelti. Mátti helst skilja, að hún rengdi að einelti væri til - og ef svo væri það fórnarlömbum að kenna.    Sé eitthvað til í þessu, er varla von á góðu - og trúi ég varlega bók-rýni slíks angurgapa!

H G, 5.11.2008 kl. 22:50

2 Smámynd: H G

Hvort er konan  að fara  - eða koma?  ( er skýringu að finna í útsendingu frá kosningavöku sl. nótt?)      Mér er elveg sama hvorn stjórnarflokkinn hún velur - en var ekki sama, er hún fyrir nokkru réðst af offorsi á þá hugmynd að einelti væri til! 

H G, 5.11.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband