Afskrift lána vegna hlutafjárkaupa: Kann að brjóta í bága við hegningarlög

Það gæti reynst starfsmönnum Kaupþings dýrkeypt að stjórn bankans hafi afskrifað skuldir þeirra vegna kaupa á hlutabréfum í bankanum. Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, segir það kunna að brjóta í bága við almenn hegningarlög. Brotið varði allt að sex ára fangelsi.

Helgi Magnús segir að starfsmennirnir gætu verið sekir um skilasvik með því að rýra svo veðin sem bankinn átti í skuld þeirra að það skerði rétt annarra lánadrottna til þess að fá fullnustu krafna sinna. Efnahagsbrotadeildin hefur enn ekki fengið til umfjöllunar afskriftir skulda starfsmanna Kaupþings.(ruv.is)

Þetta mál virðist alltaf alvarlegra og alvarlegra eftir því sem meira er fjallað  um það.Það virðist vera að  sú stefna Kapþings að gefa starfsmönnum möguleika á hlutafjárkaupum á hagstæðu gengi með  kaupréttarákvæðum hafi leitt stjórn og starfsmenn í algerar ógöngur  og að lokum leitt til þess að stjórnin ákvað að "strika út" skuldirnar,sem sennilega er ólöglegur gerningur.Í öllu falli tel  ég víst,að honum verði rift.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þetta er fráleit skýring. Hvaða sök bera starfsmennirnir?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 6.11.2008 kl. 01:00

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Spurning hvort stjórn Kaupþings hefði ekki þurft að boða til hluthafafundar til að taka svo stóra ákvörðun sem varðar afskriftir mjög hárra skulda.

Hefði þeim stjórnarmönnum verið heimilt með sama skilningi að ráðstafa öðrum eignum bankans en skuldum, t.d. fasteignum?

Þrotabúið hefði jú alltaf haft möguleika á að rifta slíkum gjörningi.

Gunnari VR formanni og stjórnarmanni í Kaupþingi verður ábyggilega núið lengi um nasir þessi afglöp.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.11.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband