Geir: Látum ekki IMF kúga okkur

Geir Haarde forsætisráðherra segist ekki sætta sig við að uppgjör Icesave skuldbindinga verði forsenda fyrir aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Stjórnvöld láti ekki kúga sig með þeim hætti. Umsókn Íslendinga um lán frá sjóðnum verður ekki tekin fyrir hjá stjórn sjóðsins á morgun, því hefur verið frestað fram yfir helgi.

 

Geir Haarde, forsætisráðherra, hefur orðið var við að Bretar og Hollendingar vilji að íslensk stjórnvöld gangi frá skuldbindingum sínum vegna Icesave reikninga þar í landi, áður en stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkir að veita Íslendingum tveggja milljarða dollara lán. Þjóðirnar eiga báðar fulltrúa í stjórn sjóðsins. Geir segist láta segja sér það tvisvar áður en hann trúi að þetta verði raunin.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir ráð fyrir að önnur ríki láni Íslendingum um fjóra milljarða dollara. Geir segir að aðallega hafi verið rætt við Norðurlöndin um þá fjárhæð en til að hægt sé að taka umsókn íslendinga fyrir í stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þurfi ákveðin fyrirheit og skuldbindingar varðandi þau lán að vera fyrir hendi, svo er ekki og því verður umsóknin ekki tekin fyrir á morgun, eins og áður var áætlað.(mbl.is)

 

Ekki kemur til greina að láta IMF eða Breta kúga okkur í þessari deilu um Ice safe. Eðlilegast er að leggja deiluna fyrir dómstóla.Ef IMF neitar okkur um lán verðum við að treysta á aðra,Norðurlönd,Rússlanf og ESB. Við látum ekki kúga okkur.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvar segir hann þetta??? Er þetta ekki bara einhver óskhyggjutúlkun þín?  Þú ert að vitna í Steingrím og Ögmund hér, sýnist mér og skreyta Geir fölskum fjöðrum.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2008 kl. 16:15

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Sammála þessu Björgvin.

Jón Gunnar Bjarkan, 6.11.2008 kl. 19:25

3 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Vonandi stendur Geir við þetta.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 6.11.2008 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband