Laugardagur, 8. nóvember 2008
Valgerður Bjarnadóttir fulltrúi Samfylkingar í stjórn Seðlabanka
Valgerður Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið kjörin af Alþingi í bankaráð Seðlabankans. Hún tekur sæti í stað Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hagfræðings, sem sagði sig úr stjórn bankans 9. október. Valgerður hefur verið varamaður í bankaráði Seðlabankans en Guðmundur Örn Jónsson, verkfræðingur, var kjörinn nýr varamaður í ráðinu.
Sigríður Ingibjörg sagði sig úr stjórn Seðlabankans r 9. október s.l.skömmu eftir yfirtöku íslenska ríkisins á Landsbankanum og Glitni´.
Ég er ánægður með að Valgerður taki sæti í stjórn SÍ.Hún er viðskiptafræðingur að mennt og mjög réttsýn.Hún er mjög vel hæf til þess að taka þarna sæti.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er nú orðið þannig að ég vorkenni þeim sem þurfa að fara í ráð og nefmdir. Kveðja frá Kópaskeri.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 8.11.2008 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.