Líst ekki á hugmynd Vilhjálms

Mér líst ekki á hugmynd Vilhjálms Egilssonar um að afhenda erlendum kröfuhöfum íslensku bankana.Rök hans eru þau,að þá verði auðveldara að fá lán erlendis.Mikill fjöldi banka erlendis hefur orðið gjaldþrota svo erlendir aðilar eru tæplega óvanir gjaldþrotum ytra.Íslenska ríkið ber ekki ábyrgð á skuldsetningu íslenskra fyrirtækja ( banka) erlendis.Þess vegna tel  ég þá leið,sem farin  var með  neyðarlögunum vera eðlilega,þ.e. þá að kljúfa bankana í tvennt , stofna  nýja  banka um innlendu starfsemina en láta gömlu bankana sitja uppi með  erlendu skuldirnar,sem þeir skófluðu upp og  engin leið  er að greiða.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband