Óbreyttir félagsmenn krefjast félagsfundar í VR

Þetta gekk ljómandi vel um helgina. Við erum komnir með miklu meira en þær 200 undirskriftir sem þarf til að krefjast almenns félagsfundar. Við vonumst til að geta afhent listana í hádeginu,“ segir Kristófer Jónsson, félagsmaður í VR og einn skipuleggjenda mótmælafundar við höfuðstöðvar VR í hádeginu. Mótmæli félagsmanna í VR halda áfram í dag en þeir vilja stjórn VR burt vegna niðurfellingar ábyrgða hjá starfsmönnum Kaupþings.

Félagsmenn hafa mótmælt síðustu daga við höfuðstöðvar VR. Á fyrsta mótmælafundi mættu örfáir en stöðugt hefur bæst í hópinn. „Það stoppar varla síminn og fjölmargir hafa boðað komu sína. Þá fundum við mikinn stuðniong við okkar málstað við söfnun undirskriftanna um helgina. Reiðin kraumar í fólki vegna þessa gjörnings,“ segir Kristófer Jónsson.

Samkvæmty lögum VR er stjórninni skylt að boða til fundar, þegar eigi færri en 200 félagsmenn krefjast þess skriflega og skal fundurinn haldinn innan 7 daga frá því að stjórninni barst krafan í hendur. Óvíst er hvort löglega boðaður félagsfundur getur sett stjórnina af að sögn Kristófers. Það er í skoðun.

Mótmælafundurinn er boðaður klukkan 12 í dag við höfuðstöðvar VR í Húsi verslunarinnar í Kringlunni.(mbl.is)

 

Ljóst er,að mikil undiraldra er í VR.Félagsmenn eru óánægðir.Þeir telja,að formanninum hafi orðið á mistök þegar hann samþykkti í stjórn Kaupþings að fella niður persónulegar ábyrgðir stjórnenda og annarra á lánum vegna hlutafjárkaupa í Kaupþingi.Skýring formannsins á því heldur ekki.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

8mb

Fara til baka 


mbl.is Krefjast almenns félagsfundar í VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

VR-forystan misbauð félagsmönnum með stuðningsyfirlýsingu við formanninn. Kæmi ekki á óvart að þarna eigi eftir að fara fram uppgjör og jafnvel á fleiri stöðum innan verkalýðshreyfingarinnar.

Hagbarður, 10.11.2008 kl. 11:13

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Frábært að hin almenni félagsmaður  taki málin í sínar hendur og krefjist afsagnar þeirra sem ekki fara að lögum eða fyaylgja siðferðiselgum gildum félagsins og ýti spillingunni út!!!!!! Svona á lýðræðið að virka!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.11.2008 kl. 11:18

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þegar á reynir er tæknikrötunum í verkalýðsfélögunum vikið frá. Það hefur alltaf verið reynslan í stórum stéttarátökum eins og þeim sem ganga á þessa dagana. Það er gott að sjá fólk snúast til varnar kjörum sínum með samstöðu og ekki örvæntingu.

Öðruvísi samfélag er mögulegt!

Héðinn Björnsson, 10.11.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband