Laugardagur, 15. nóvember 2008
Eignir Nýja Landsbanka 1300 milljarðar
Nýi Landsbankinn eða NBI hf. er stærstur ríkisbankanna þriggja samkvæmt stofnefnahagsreikningum þeirra til bráðabirgða sem Fjármálaeftirlitið hefur birt. Eignir NBI nema rúmlega 1300 milljörðum króna. Eignir nýja Glitnis nema tæplega 886 milljörðum og eingir nýja Kaupþings tæplega 700 milljörðum.
Samanlagt nema eignir bankanna 2886 milljörðum króna en skuldrinar eru samanlagt rúmir 2500 milljarðar.
Útlán til viðskiptavina nema samtals 1826 milljörðum króna hjá nýju bönkunum þremur en innlán viðskiptamanna nema 1156 milljörðum.
Hlutafé NBI hf. er 200 milljarðar króna, Nýja Glitnis 110 milljarðar og Nýja Kaupþings 75 milljarðar.
Um er að ræða bráðabirgðatölur sem háðar eru endurmati sem nú er hafið. Niðurstöður endurmatsins eiga að liggja fyrir innan 90 daga frá því að ákvörðun Fjármálaeftirlitsins lá fyrir um uppskiptingu gömlu bankanna í október sl.(mbl.is)
Ríkið lagði NBI til 200 milljarða nýtt hlutafé. En að öðru leyti eru eignir bankans komnar úr gamla Landsbankanum.Það eiga að vera til nægar eignir fyrir ábyrgðum Íslands vegna Icesave rekninga Landsbankans.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ný
![]() |
NBI hf. stærstur ríkisbankanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.