Fimmtudagur, 20. nóvember 2008
Hverjir bera ábyrgð á bankahruninu?
Við höfum undanfarið heyrt i forsvarsmönnum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins(FEM) um bankahrunið. Einnig höfum við heyrt í fyrrverandi bankastjórum og bankaráðsmönnum viðskiptabankanna,sem hrundu. Ráðherrar úttala sig einnig ótt og títt um málið. Niðurstaðan er þessi: Það ber enginn ábyrgð.En er það rétt. Auðvitað ekki. Allir þessi aðilar bera ábyrgð,ef til vill misjafnlega mikla. En þeir eru ábyrgir.
Seðlabanki og FEM kenna hvor öðrum um.En þessir aðilar bera báðir ábyrgð sem eftirlitsaðilar með fjármálafyrirtækjum.Í stjórn FEM situr einn fulltrúi tilefndur af Seðlabanka Íslands ( endurskoðandi)Auk þess er formaður stjórnar FEM einnig varaformaður bankaráðs Seðlabankans.Þessar stofnanir báðar eru því vel tengdar saman enda ætlast til þess að þær starfi saman.Seðlabankinn er banki bankanna og á að sjá bönkunum fyrir lausafé ( gjaldeyri).Hann getur aukið bindiskyldu bankanna og á þann hátt takmarkað útlán þeirra. Einnig á Seðlabankinn að sjá til þess að nægur gjaldeyrisvarasjóður sé fyrir hendi og þannig mætti áfram telja.Seðlabankinn á að stuðla að fjárhagslegum stöðugleika.Bankinn hefur því verulegu hlutverki að gegna, ef bankarnir fara ógætilega bæði varðandi lántökur og útlán. Fjármálaeftirlitið hefur ríkar heimildir til eftirlits í bönkunum.FEM veitir rekstrarleyfi og getur afturkallað þau.Ef þessar eftirlitsstofnanir hefðu rækt eftirlitshlutverk sitt nægilega vel hefðu þær lagt tillögur fyrir rikisstjónina um að bankarnir rifuðu seglin erlendis og seldu eignir.En þessar stofnanir sváfu á verðinum og hið sama er að segja um ríkisstjórnina.
Auðvitað bera bankastjórar og bankaráðsmenn viðskiptabankanna höfuðábyrgð á ógætilegum lántökum og lánveitingum. Þessir aðilar settu bankana í þrot með glæfraskap en eftirlitsaðilar brugðust einnig.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:44 | Facebook
Athugasemdir
Er við öðru að búast þegar það hagnast öllum að glæfraskapurinn sé sem mestur og eftirlitið sem minnst?
Almenningur er rólegur á meðan hann hefur nóg af peningum. Bankarnir eru rólegir á meðan þeir geta malað gull. Ráðandi stjórnmálamenn eru rólegir og fá heiðurinn af því að efnahagurinn sé í góðum málum.
Ef stjórnvöld hefðu haft meira eftirlit, þá hefðu þeir takmarkað peningapumpun bankanna. Það hefði haft neikvæð áhrif á efnahaginn. Þá hefðu stjórnvöld í reynd verið að takmarka (tímabundna) hagvöxtinn sem er gjörsamlega á skjön við þeirra hagsmuni.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.