Afhendum ekki útlendingum bankana!

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA rekur nú harðan áróður fyrir því,að við afhendum útlendingum bankana.Ég er algerlega andvígur því.Ég er sammála þeirri stefnu sem ríkisstjórnin markaði með neyðarlögunum,þ.e. að skipta bönkunum í tvennt,  nýja banka,sem ríkið hefur nú stofnað og  gömlu bankana,sem sitja uppi með erlendu skuldirmar og nota bene einnig  miklar eignir erlendis.Ef eignirnar duga ekki fyrir skuldum erlendis verður að afskrifa þessar skuldir Íslenska þjóðin á ekki að borga erlendar skuldir einkabanka erlendis.Og við eigum heldur ekki að afhenda erlendum kröfuhöfum bankana eins og Vilhjálmur leggur til.Við ætlum ekki að hafa hér tvöfalt bankakerfi og ekki kemur til greina að hleypa erlendum kröfuhöfum inn í rikisbankana.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband