Björgvin og Þórunn vilja kosningar

Margir hafa krafist þess undanfarið að boðað verði til kosninga sem fyrst svo stjórnvöld geti endurnýjað umboð sitt við þær gerbreyttu aðstæður sem nú eru í þjóðfélaginu.Þ.á.m. eru 2 ráðherrar; Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra.

Þórunn hefur greint frá þessari skoðun sinni á þingflokksfundi en segir að þetta sé ekki almenn afstaða þingflokksins.Björgvin segir að hlusta eigi á kall almennings, sé meirihlutavilji fyrir því að kosningum verði flýtt. Hann vill sjálfur að kosið verði til Alþingis næsta vor. Viðtal við Björgvin verður flutt í Sjónvarpsfrétum í kvöld.(ruv.is)

Þetta eru  góðar fréttir.Það er nauðsynlegt að stjórnmálamenn axli ábyrgð  og láti kjósa.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var það ekki í verkahring Björgvins ráðherra að sjá til þess að ábyrgðir okkar væru takmarkaðar við €2000 og næðu ekki til fjárfesta, aðeins einstaklinga. Það hefði nú ekki verið slæmt ef það hefði komist í verk að klára það mál. Kannski hann ætti að segja af sér ?

HG (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband