Þorvaldur Gylfason; Stjórn Seðlabanka verður að víkja

Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði var á meðal frummælenda á borgarafundinum í Háskólabíói. Þar sagði hann að ríkisstjórnin hefði brugðist á sínum tíma þegar ákveðið var að einkavæða bankana og menn handgengir stjórnvöldum fengu að kaupa þá án þess að hafa nokkra reynslu af bankarekstri. Seðlabankinn fékk einnig yfirhalningu hjá Þorvaldi og um miðbik ræðu sinnar krafðist hann þess að bankastjórnin víki.

Fyrir þessi ummæli uppskar Þorvaldur gríðarlegt lófaklapp úr salnum og raunar tóku nokkrir alþingismenn þátt í klappinu, þar á meðal Árni Páll Árnason og Helgi Hjörvar úr Samfylkingunni.

Þorvaldur sagði bankanum ekki treystandi fyrir því að fara með upphæðirnar sem þjóðin hefur fengið að láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og nokkrum þjóðum. Hann sagði þó að krafa AGS um öryggisúttekt á Seðlabankanum veki von.

Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur hjá Háskóla Íslands, kom næst í pontu og hennar ræða gekk út á þá kröfu margra að efnt verði til kosninga. „Við verðum að fá að kjósa," sagði Silja Bára í lok ræðu sinnar og uppskar einnig mikið lófaklapp. ( visir.is)

Þorvaldur fékk miklar og góðar undirtektir við ræðu sína enda var ræðan mjög sterk.

 

Björgvin Guðmundsson



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þakka þér, Björgvin, fyrir að taka svo myndarlega undir ýmislegt af því, sem ég hef lagt til málanna, bæði nú og áður, til dæmis um aukinn ójöfnuð í samfélaginu og hættulegar afleiðingar hans. Þú hefur auðvitað einnig lagt til margvíslegt efni frá eigin brjósti. Það er gott og gagnlegt, að  fyrrum stjórnmálamenn og embættismenn reyna að láta gott af sér leiða með skrifum sínum eins og þú gerir. Það mættu margir aðrir taka sér til fyrirmyndar.

Með beztu kveðjum og óskum,

Þorvaldur Gylfason.  

Þorvaldur Gylfason (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Þakka góðar kveðjur Þorvaldur.Ég hefi verið mjög hrifinn af þínum skrifum um ójöfnuð í samfélaginu og tel,að þín vinna á því sviði hafi verið mjög þarft framtak.Greinar þínar um mikla skuldsetningu bankanna erlendis vöktu einnig athygli mína og tel ég að þú hafið einna fyrst varað við þeirri hættulegu braut,sem bankarnir voru á.Ræða þín á  borgarafundinum í kvöld var mjög góð.

Bestu kveðjur

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson, 25.11.2008 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband