Þarf samráðsvettvang ríkisstjórnar og almennings?

Borgarafundurinn í Háskólabíói í gær var fjölsóttur og að mörgu leyti góður. 2 ræðumenn fóru að vísu yfir strikið með  óviðeigandi ummælum   um ráðamenn.En Þorvaldur Gylfason prófessor flutti afburðagóða ræðu  og sýndi, að það er unnt að  vera með harða og málefnalega gagnrýni  án þess að vera ókurteis.Benedikt Sigurðsson framkvæmdastjóri flutti einnig ágæta ræðu en var heldur langorður. Gunnar Sigurðsson leikari stýrði fundinum ágætlega en þó fannst mér hann ganga of langt þegar hann stillti ráðherrum upp við vegg og krafðist þess,að þeir svöruðu spurningu ( spurningum) frá honum með já eða nei.Einnig fannst mér út í hött þegar hann  fór fram á að fundarmenn fengju 2 áheyrnarfulltrúa á fundum ríkisstjórnarinnar.Slík krafa er fráleit en nær hefði verið að Gunnar hefði farið fram á, að myndaður yrði samráðsvettvangur með ríkisstjórninni,t.d. þannig,að  borgarafundurinn tilnefndi 2 fulltrúa og ríkisstjórnin 2 sem mundu hittast reglulega til þess að fara yfir  mál,sem tengjast bankahruninu og fjármálakreppunni. Sannleikurinn er sá,að  mál vinnast oft betur í litlum hópum og slíkur samráðsvettvangur gæti verið mjög gagnlegur.

Stemmningin á fundinum í Háskólabíó var góð og það var talsverður hiti í mönnum. Flestir vildu flýta kosningum og margir vildu að ríkisstjórn og stjórn Seðlabanka færi frá.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband