Ris pappirsverksmiðja á Hellisheiði

Verið er að skoða möguleika á því að setja upp Pappírsverksmiðju við Hellisheiðarvirkjun. Það er dótturfyrirtæki Papco hf í Reykjavík, Icelandic Paper, sem stendur að þessu verkefni, að því er kemur fram á fréttavefnum Suðurglugganum.is.

Haft er eftir Þórði Kárasyni, framkvæmdastjóra Papco, er um að ræða 7000 fermetra verksmiðju með um 30.000 tonna framleiðslugetu á ári. Fyrirhugað er að verksmiðjan framleiði pappír fyrir neytendavörur eins og eldhúsrúllur, servíettur og salernispappírr og færu um 25,000 tonn til útflutnings á markaðsvæði í Evrópu, Bretlands og Norðurlanda en  hitt til framleiðslu Papco.

Verksmiðjan yrði staðsett á iðnaðarsvæði Orkuveitu Reykjavíkur við Hellisheiðarvirkjun, en uppsetning verksmiðjunnar miðast við að nýta affalssvatns frá virkjuninni.

Þórður segir að beðið sé eftir úrskurði Skipulagsstofnunar um það hvort verksmiðjan þurfi að fara í umhverfsimat en bæjarráð Ölfuss hafi þegar gefið umsögn um að verksmiðjan þurfi ekki að fara í mat.

Samkvæmt upprunarlegum áætlunum Icelandic Paper er gert ráð fyrir að verksmiðjan verði tekin í notkun árið 2010, en í henni verða til um 35-40 störf. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan verði starfrækt allan sólarhringinn með framleiðslu á 100 tonnum á sólahring.

Þórður segir vel hafa gengið að fjármagna verkefnið og að áhugi sé mikil fyrir verkefninu erlendis, en núverandi ástand sé vissulega óstöðugt.(mbl.is)

Mér líst vel á þessa hugmynd. Það er einmitt þörf sem flestum slíkum hugmyndum í dag til þess að  ná okkur sem fyrst upp úr kreppunni.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Pappírsverksmiðja á Hellisheiði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki tími nú til að skoða alla möguleika svo og hverjir fjármagna eða er þett enn eitt dæmið sem við borgum þegar upp er staðið??

Ragnar þórarinsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:48

2 identicon

... að nýta affall frá Hellisheiðarvirkjun, hvað á svo að gera við affallið frá pappírsverksmiðjunni? Á kannski að veita því út í hraun? Er (var?) ekki pappírsiðnaður einver mest mengandi iðnaður í denn og heilu árnar ördeyða eftir að úrgangi frá pappírsverksmiðjum var veitt óhindrað út í ár og vötn?

Jón Garðar (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:54

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Allar svona jákvæðar fréttir gleðja mann. Maður sér að margir eru að leita leiða til að vinna okkur út úr kreppunni. Skógræktarmenn kynntu einnig hugmyndir sína í gær.   Ég tek ofan fyrir bjartsýnu fólki sem lætur ekki bugast.

Ágúst H Bjarnason, 27.11.2008 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband