Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Höft á fjármagnshreyfingar til bráðabirgða
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra mælti nú í kvöld fyrir breytingum á lögum um gjaldeyrismál. Í frumvarpinu eru ákvæði til bráðabirgða sem gefa Seðlabanka heimild til að takmarka eða stöðva tímabundið fjármagnshreyfingar og gjaldeyrisviðskipti sem þeim tengjast til og frá landinu ef slíkar hreyfingar valda að mati bankans alvarlegum og verulegum óstöðugleika í gengis- og peningamálum. Fyrsta umræða tók fljótt af og fer málið nú fyrir viðskiptanefnd. (visir.is)
Það er óhjákvæmilegt að setja höft á fjármagnshreyfingar úr landi og aðrar takmarkanir á gjaldeyrisyfirfærslur á meðan verið er að sjá hvernig krónan hagar sér meðan unnið er að því að koma á eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.