Laun karla 40 % hærri en kvenna á landsbyggðinni

Á landsbyggðinni eru heildarlaun karla næstum fjörutíu prósentum hærri en kvenna. Á landsvísu eru karlar að jafnaði með tæplega 20% hærri grunnlaun en konur í sambærilegum störfum. Þessar niðurstöður koma fram í könnun á launum karla og kvenna sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Félagsmálaráðuneytið síðastliðið vor.

Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður, er í forsvari fyrir rannsóknina. Hún segir þetta stríða gegn lögum um jafnrétti. Úrtak könnunarinnar var tekið úr þjóðskrá meðal fólks á aldinum 18-67 ára víðs vegar um landið.

Þegar skoðaður er launamunur að teknu tilliti til vinnutíma, starfs, menntunar, aldurs, atvinnu og ábyrgðar í starfi kemur fram að karlar í opinbera geiranum fá tæplega 30% hærri laun en konur. 

Í einkageiranum eru laun þeirra um 23% hærri.  Á höfuðborgarsvæðinu eru karlarnir með 10% hærri laun en konur.  En mestur er munurinn á landsbyggðinni þar sem laun karla eru 38% hærri en kvenna. (ruv.is)

Það er alveg sama hvað talað er mikið um launajafnrétti karla og kvenna og hvað mörg  lög eru sett um málið. Það gerist ekki neitt. Launamunurinn minnkar ekkert.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband