Bankahrunið: Ekki benda á mig

Jónas Fr. Jónsson, formaður Fjármálaeftirlitsins, segir að betra væri ef innstæður í bönkum væru tryggðar í því landi sem fjármálafyrirtæki starfa. Það kemur vart á óvart að hann segir starfsmenn sína hafa í nógu að snúast þessa dagana.

 Jónas segir að Fjármálaeftirlitið sé lítil stofnun miðað við hvað hún hafi mikið að gera. Stofnunin hafi þó vaxið síðustu árin en hefði mátt byrja að stækka fyrr og þá helst á árunum 2003-2004.

Jónas var gestur kastljóss í kvöld. Þar var hann spurður út í ábyrgðir Íslendinga vegna IceSave reikinga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi- og hvort löggjöf sem þýddi að íslensk stjórnvöld væru ábyrg fyrir innistæðum þeirra ætti rétt á sér. (ruv.is)

Einnig var rætt um ábyrgð FME og Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins.Áður hefur Seðlabankinn vísað ábyrgðinni af eftirliti með bönkunum yfir á Fjármálaeftirlitið.En ekki var að heyra á Jónasi að hann vildi axla neina ábyrgð.Það voru allir að vinna vinnuna sina sagði hann.

Fulltrúar bankanna,sem komið hafa í sjónvarp, hafa einnig vísað ábyrgðinni á aðra.Þeir hafa vísað á Seðlabankann og ríkisstjórn og sagt,að Seðlabankinn hafi ekki getað útvegað nægan gjaldeyri.Gjaldeyrisvarasjóðurinn hafi verið of lítill. Einnig hafa þeir sagt,að krónan hafi verið gagnslaus.Þar hafa  þeir verið að koma sökinni yfir á stjórnvöld.Það  vill því enginn bera  ábyrgð.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mér fannst hann svara mjög skýrt og skilmerkilega því sem var rætt þarna.

Löggjöfin hefur klárlega verið ófullnægjandi, enda hefur löggjafarvaldið væntanlega ekki séð slíka atburðarrás fyrir - til að setja fyrirfram reglur um ófyrirséða stöðu sem upp kom í fjármálaheiminum. Sannarlega ekki bara á Íslandi. 

Öll löggjöf um fjármálaviðskipti - á öllum mörkuðum verður endurskoðuð og breytt í kjölfar atburða síðustu vikna.

Marta B Helgadóttir, 27.11.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband