Laugardagur, 29. nóvember 2008
Tveir hagfræðingar telja,að gjaldeyrislögin muni styrkja krónuna
Tveimur hagfræðingum við Háskóla Íslands ber saman um að nýsamþykkt lög um ströng gjaldeyrishöft muni auðvelda Seðlabankanum að halda gengi krónunnar uppi - tímabundið. Þetta sé þó slæmur kostur en allir kostir séu slæmir.
Tilgangurinn með lögunum er að draga úr líkum á að fjármagn streymi úr landinu og gengi krónunnar falli skarpt í kjölfarið með tilheyrandi verðbólgu og rýrnun lífskjara.
Vilhjálmur Egilsson, formaður samtaka atvinnulífsins, sagði í fréttum útvarpsins að lögin myndu virka þveröfugt og erlendur gjaldeyrir myndi síður berast til landsins. Gylfi Magnússon, hagfræðingur, hefur hinsvegar trú á því að þetta virki þó tímabundið. Þetta ætti að geta hjálpað Seðlabankanum að halda gengi krónunnar uppi tímabundið. Með þessu takist að mestu að hefta fjármagnsflótta úr landinu. Þetta gangi í þeim skilningi. Enginn vafi sé á því að þetta sé harkaleg aðgerð sem valda muni viðskiptalífinu verulegum vandræðum á næstu árum því bara það að Ísland hafi í reynd tekið eignir erlendra aðila á Íslandi í gíslingu sé ekki gott fyrir orðspor landsins. Það muni taka langan tíma að vinda ofan af því til viðbótar við allt annað sem gengið hafi á undanfarnar vikur.
En er þetta þá ekki óráðlegt að grípa til þessa ráðs? Gylfi segir ekki endilega svo vera. Þetta sé slæmur kostur, en enginn góður kostur sé í stöðunni.
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði segir að stjórnvöld séu að framfylgja þeirri áætlun sem samin var í samvinnu við Alþjoða gjaldeyrissjóðinn og það sé gott. Stjórnvöld séu að bregðast við óvissu. Ef opnað yrði skyndilega fyrir allt eftir það sem á undan er gengið síðustu vikur væri ekki hægt að segja til um hvað myndi gerast. Tekið sé eitt skref í einu til að draga úr áhættunni. (ruv.is)
Ég er sammmála Gylfa Magnússyni og Gylfa Zoega,að nýju gjaldeyrislögin muni styrkja gengi krónunnar.eg þau hefðu ekki verið sett hefði verið mikil hætta á fjármagnsflótta út landinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.