Friðrik Sophusson vill aðildarumsókn að ESB

Það er skylda Sjálfstæðisflokksins að greiða fyrir því að fólki geti kosið á milli tveggja kosta í Evrópumálum, þ.e. hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið eða standa fyrir utan. Flokkurinn verður að fallast á að aðildarviðræður fari fram. Þetta segir Friðrik Sophusson, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra til margra ára.

„Það er ekki hægt að sjá hvaða kostur það er að fara inn fyrr en búið er að ræða við bandalagið og fá niðurstöðu í einhvers konar samningum um hvað sá kostur snýst,“ segir hann í viðtali við Morgunblaðið í dag. Friðrik tekur fram að hann taki ekki afstöðu til þess persónulega hvort Ísland eigi að vera í ESB fyrr en niðurstöður viðræðna liggja fyrir.

„Ég held að það geti varla komið til greina að flokkurinn neiti að ræða við Evrópusambandið um hvaða kostir standa til boða. Mín afstaða er afskaplega skýr. Ég tel að við eigum að láta á þetta reyna.“

Umræður fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins um kosti og galla ESB-aðildar eru að komast á fulla ferð. Fundarherferð hefst 12. des.(mbl.is)

Yfirlýsing Friðriks er mjög athuglisverð. Hann er fyrrverandi varaformaður og ráðherra flokksins.

Orð hans hafa því mikla þýðingu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er ekki jafn sjálfsagt að sækja um aðild eins og fólk vill láta vera. Áður en við getum farið í slíka samninga þurfum við að vera sammála um að við höfum áhuga á að vera hluti af ESB undir nýju Lissabon samning og að verða sammála um samningsmarkmið sem svo er hægt að meta árangur samninga af. Eigi að fara í svona samninga væri eðlilegast að það væri kosið í slíka samninganefnd í beinni kosningu og sem setti sér samningsmarkmið og kynnti svo fyrir þjóðinni niðurstöður og gæfi henni svo færi um að kjósa um þann samning. Mér finnst hugmyndin um að senda núverandi stjórnvöld til að semja fyrir okkar hönd í Brussel vera hræðileg. Þá fáum við bara nýja "lausn" ala IceSave og svo valið milli pest og kóleru.

Héðinn Björnsson, 30.11.2008 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband