Gallup: VG stærsti flokkurinn

Stuðningur við ríkisstjórnina er nú í algjöru lágmarki og leita þarf aftur til ársins 1993 til að finna jafnlítinn stuðning við sitjandi ríkisstjórn. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups.

Gagnrýni okkar á ríkjandi hugmyndafræði og græðgisvæðingu hefur skilað okkur auknu fylgi. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, samkvæmt könnun Gallups. Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með mest fylgi í nóvember en 32% segjast myndu kjósa flokkinn færu Alþingiskosningar fram í dag. Þetta er jafn stórt hlutfall og styður ríkisstjórnina samkvæmt þessari könnun.

Litlu færri að 31% segjast myndu kjósa Samfylkinguna og breytist fylgi flokksins lítið milli mánuða. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar verulega milli mánaða eða um 14 prósentustig og mælist nú liðlega 32%.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar verulega annan mánuðinn í röð og mælist flokkurinn nú með 21% fylgi, -það er í sögulegu lágmarki. Fylgi Sjálfstæðisflokksins var nærri tvöfalt meira eftir síðustu alþingiskosningar -fyrir einu og hálfu ári- eða 37%.

Stuðningur við Framsóknarflokkinn mælist 8% og 3% segjast styðja Frjálslyndaflokkinn- sama hlutfall styður Íslandshreyfinguna-lifandi land.

Tæplega 10% svarenda tóku ekki afstöðu eða neituðu að gefa hana upp og nærri 16% sögðust myndu skila auðu færi kosningar fram í dag. (ruv.is)
Uppsveifla VG er athyglisverð.Svo virðist sem óánægjufylgið fari allt yfir á VG. Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að tapa en Samfylkingin heldur sínu.Miðað við stöðu Sjálfstæðisflokksins á flokkurinn orðið erfitt með að halda sér í ríkisstjórn.Því fyrr sem kosningar verða ákveðnar því betra.
Björgvin Guðmundsson

 

  •  

    « Síðasta færsla | Næsta færsla »

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband