Opnað á ríkisstjórn Samfylkingar og VG?

Vinstri græn eru orðin stærsti flokkurinn samkvæmt Gallup og Ögmundur Jónasson formaður þingflokks VG hefur sagt,að þjóðin þurfi að fá að greiða atkvæði um það hvort Ísland eigi að ganga í ESB eða ekki.það verði ekki gert nema áður fari fram viðræður við ESB.Ef þessi ummæli Ögmundar þýða stefnubreytingu hjá VG í  Evrópumálum þá hefur opnast möguleiki á því að Samfylkingin og VG myndi ríkisstjórn eftir næstu þingkosningar.Afstaða VG til ESB hefur verið helsti Þrándur í Götu þess að Samfylking og VG gætu myndað ríkisstjórn.Eftir næstu þingkosningar,hvort sem þær verða fljótt eða á réttum tíma eru yfirgnæfandi líkur á að Ísland sæki um aðild að ESB.Svo gæti farið,að bæði Sjálfstæðisflokkur og VG snúist á sveif með Evrópusambandinu. En það er þó engan  vegin víst og helmingslíkur eru á því,að stefnan verði óbreytt i báðum flokkum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband