Kvótann aftur til þjóðarinnar.Valdimarsdómurinn 10 ára

Í dag er Valdimarsdómurinn í kvótamálinu 10 ára.Valdimar Jóhannesson þá blaðamaður höfðaði mál  gegn íslenska ríkinu til þess að fá staðfest,að kvótakerfið stríddi gegn stjórnarskránni.Hann vann málið. En þáverandi ríkisstjórnarmeirihluti breytti lögunum til þess að geta haldið áfram að brjóta mannréttindi með því að halda kvótakerfinu áfram.Til viðbótar Valdirmarsdómnum hefur það nú gerst,að Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu,að kvótakerfið brjóti mannréttindi,það sé ósanngjarnt og mismuni þegnum landsins.

Nú er lag til þess  að afnema kvótakerfið og færa kvótann aftur í hendur þjóðarinnar. Ríkið hefur eignast skuldir útgerðarinnar með þjóðnýtingu bankanna. Útgerðin mun skulda 6-800 milljarða í ríkisbönkunum þremur. Ástandið er nú þannig í þjóðfelaginu eftir hrun bankanna og þær skuldir sem falla á íslensku þjóðina af þeim sökum að rikið þarf á kvótanum öllum að halda.Ríkið getur ekki lengur stundað þá góðgerðarstarfsemi að láta einkaaðila sem fengu kvótann frían valsa með hann sem sína eign og selja kvótann fyrir milljarða eins og þeir væri að selja eitthvað sem þeir eiga sjálfir.Þetta er svipað  og menn tækju upp á því að selja leiguíbúðir. Að sjákfsögðu  þarf einhvern  aðslögunartíma við þá breytingu,sem hér er rætt um.En kvótinn verður að komast í hendur þjóðarinnar.Það er réttlætismál.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Sammála þessu Björgvin. Nú ætti að fara í að skera upp öll þessi óréttlætismál sem hafa mallað hér í allt of mörg ár þjóðinni til tjóns. Þar má nefna auk kvótakerfisins, þjóðlendumálin, verðtrygginguna og  lífeyrissjóðasukkið.

Þórir Kjartansson, 3.12.2008 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband