Er sr.Gunnar saklaus?

Sr. Gunnar Björnsson hefur verið sýknaður í héraðsdómi.Hann var ákærður fyrir kynferðislega áreitni  gegn ungum stúlkum. Dómurinn taldi ekki sannað að  Sr. Gunnar væri sekur.Þar stóð orð gegn orði.Þetta leiðir hugann að því hvort stúlkurnar hafi gert of mikið úr málinu. DV segir,að sr. Gunnar hafi verið að strjúka stúlkunum.Spurning er hvað má og hvað má ekki. Það er orðið þannig,að ef fullorðinn maður faðmar óskylt barn eða ungling þá þykir það grunsamlegt.Kennarar verða að fara varlega í öll faðmlög við nemendur og alla snertingu.Sama gildir um presta og aðra,sem hafa með börn og unglinga að gera.

Biskup ætlar ekki að setja sr. Gunnar i embætti á ný fyrr en  Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóminn,ef málinu verður þá áfrýjað.

"Biskupsstofa segir í yfirlýsingu, að ákvörðun, sem biskup Íslands tók um að veita sr. Gunnari Björnssyni, sóknarpresti á Selfossi, lausn frá embætti um stundarsakir, gildi þar til endanlegur dómur liggur fyrir í máli hans."  (mbl.is)

 

Björgvin Guðmundsson


 


mbl.is Biskupsstofa bíður endanlegs dóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Hefurðu lesið dóminn?

Ef svo, þá er þessi færsla óskiljanleg.

Ef ekki, þá ættirðu að temja þér það að setja þig inn í mál áður en þú geysist fram á ritvöllinn.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.12.2008 kl. 15:48

2 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Ég hefi ekki lesið dóminn í heild.En í fréttum um dóminn segir m.a.:

Gunnar var ákærður fyrir kynferðislega áreitni og blygðunarsemisbrot, en stúlkurnar voru sóknarbörn hans á þeim tíma sem brotin áttu að hafa verið framin.

Í úrskurði héraðsdóms í málinu segir að orð hafi staðið gegn orði en framburður beggja stúlknanna þótti trúverðugur. Það þótti framburður Gunnars einnig og því taldi dómurinn að ekki væri hægt að færa sönnur á að brotin hefðu verið framin.

Með kveðju

Björgvin

Í niðurstöðu dómsins segir m.a að Gunnari hafi verið gert að sök að hafa framið kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa faðmað aðra stúlkuna og strokið henni á baki utanklæða og látið þau orð falla að honum liði illa og straumarnir streymdu úr líkama hans við það að faðma hana.

Í dómnum segir að framburðum stúlkunnar og Gunnars beri að mestu leyti saman um samskipti þeirra.

Björgvin Guðmundsson, 3.12.2008 kl. 23:17

3 identicon

Mér finnst nú fullmikið af stúlkunum að ákæra hann ef hann strauk þeim bara. Hann einfaldlega hlýtur að hafa gert eitthvað meira en að strjúka þeim til að fá 5 kærur á sig. Mér finnst mjög ólíklegt að stúlkurnar séu að ljúga þessu enda engin ástæða til nema uppá peningana, en hver myndi gera það?

Mjög erfitt að taka sér stöðu áður en maður veit hvað stúlkurnar ásökuðu hann um (er að leita að því á netinu, ekki að ganga mjög vel)

Ívan Guðjón Baldursson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband