Fimmtudagur, 4. desember 2008
Fjármálaráðuneytið viðurkennir,að tekjuskattar undanfarinna ára hafi aukið ójöfnuð
Miklar deilur hafa staðið um það undanfarin á hvort skattastefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafi aukið ójöfnuð í landinu. Samtök eldri borgara hafa sagt,að svo hafi verið en fjármálaráðuneytið hefur neitað því. En nú hefur nefnd á vegum fjármálaráðuneytis viðurkennt,að samtök aldraðra höfðu rétt fyrir sér.Í nefndarálitinu segir svo m.a.:
Hérlendis hefur dregið úr jöfnunarhlutverki skattkerfisins á liðnum árum eftir að hátekjuskattur var afnuminn og raunlækkun varð á persónuafslætti umfram lækkun álagningarhlutfalls.
Þá höfum við það svart á hvítu. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar rak skattastefnu,sem jók ójöfnuð í landinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.