Lélegir ávextir í verslunum

Það er eins og verslanir flytji allar inn  sams konar ferska ávextir,a.m.k. hvað gæði varðar. Bananar,epli og appelsínur eru iðulega mjög léleg að gæðum. Það er mikið um skemmda  banana og eplin og appelsínurnar eru ef til vill ekki skemmd en þessir ávextir eru ekki 1.flokks að gæðum. Það voru mikið ljúffengari appelsínur og epli á markaðnum fyrir 10-20 árum.

Það er undarlegt,að með aukinni samkeppni á smásölumarkaðnum skuli gæðum á ferskum

ávöxtum hraka.Það er  eins og aðeins sé um verðsamkeppni að ræða en ekki gæðasamkeppni.Þá vantar alveg  meiri merkingar á ferska ávexti.Það vantar dagstimpla svo unnt sé að sjá hvenær varan er framleidd og hvenær síðasti söludagur er. Auk þess vantar betri upplýsingar um framleiðendur og framleiðsluland. Ég beini því til Neytendasamtakanna að taka þessi mál fyrir.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband