Ætlar enginn að axla ábyrgð?

Svo virðist,sem enginn ætli að axla ábyrgð af falli allra stærsu bankanna,hruni alls fjármálakerfisins.Bankastjórarnir vísa á stjórnvöld og Seðlabanka.Seðlabankinn vísar á ríkisstjórn og Fjármálaeftlrlit vill enga ábyrgð taka.Það vísar hver á annan og síðar vísa flestir á hina alþjóðlegu fjármálakreppu. En allir framangreindir aðilar bera ábyrgð á því hvernig komið er.

Bankastjórar og bankaráð bera mestu ábyrgðina. Þeir kepptu að því að þenja bankana út  og fjárfesta sem mest erlendis. Stærð bankanna var orðin 10-föld þjóðarframleiðslan.Bankastjórarnir skuldsettu bankana svo mikið erlendis,að engin leið var að greiða þessi lán öll til baka.Þeir eftirlitsaðilar,sem áttu að taka í taumana,brugðust. Þeir sváfu á verðinum.Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið (FME) höfðu tæki til þess að stöðva útþenslu bankanna en gerðu ekkert í málinu.Bankastjórar og forstjóri FME eiga því að víkja.Þeir verða að axla ábyrgð.Ríkisstjórn þarf einnig að axla ábyrgð. Það gerir hún best með því að láta kjósa til alþingis.Þá leggur hún mál sín í dóm þjóðarinnar.Það þarf að tilkynna  fljótlega,að stjórnarflokkarnir séu sammála um   að láta kjósa næsta vor.Ef til vill þarf að kjósa fyrr en í síðasta lagi næsta vor.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Mér finnst að nafni þinn Sigurðsson ætti að taka á sig rögg núna og sýna frumkvæði. (1) Hann ætti að senda forstjóra Fjármálaeftirlitsins í leyfi ef hann telur sig ekki geta losað sig við hann. (2) Hann á að skipta um formann í skilanefnd Glitnis í framhaldi af KPMG klúðrinu. (3) Hann á að losa sig við aðstoðarmann sinn og blaðafulltrúa og ráða til sín hóp hagfræðinga sér til ráðuneytis.

Hagbarður, 11.12.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband