Föstudagur, 12. desember 2008
Sumir eiga ekki fyrir mat
Huga þarf að þeim hópum sem eru rétt undir viðmiðum félagslega kerfisins, að því er Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir. Fólk sem er í þeirri stöðu að hafa enn vinnu, en í láglaunastörfum, á jafnvel ekki fyrir mat og sumir neyðast til að hætta að kaupa skólamáltíðir fyrir börn sín. Þegar allt er búið, þá er bara allt búið, segir Þórhallur. Hvað gerir fólk þá? spyr hann svo.
Ég hef orðið var við þetta sjálfur, fólk hefur leitað beint til mín, og svo fór ég að leita mér upplýsinga um hvað væri í boði og þarna virðist vera eitthvert gat í kerfinu. Ég rakst á tómarúm alls staðar, segir hann. Margir þurfi miklu meira en fjölskylduaðstoðina sem hugsuð er fyrir jólin. Það eru margir sem eiga ekkert svo löngu fyrir jólin, eru kannski með lágmarkstekjur og þá rétt fyrir ofan bætur. Þessir einstaklingar eru bara í öngum sínum. Þessu fólki vísi félagsþjónustan frá, en þeir sem standi fyrir fjölskylduaðstoð hafi auðvitað ekki framfærsluskyldu. Það virðist enginn hafa hugsað út í hvað á að gera fyrir fólk sem þarf framfærsluaðstoð, segir Þórhallur.
Hann segist einnig hafa orðið var við að foreldrar séu hættir að kaupa skólamáltíðir fyrir börn sín. Ef enginn peningur er til er auðvitað ekki hægt að kaupa í matinn. Foreldrar hafa komið til mín og hafa áhyggjur af þessu því þeir geta ekki heldur keypt skólamáltíðirnar, segir hann. Fólk er kannski ekki farið að svelta en ef það á ekki mat hvað þá?
Þórhallur segist líka hafa áhyggjur af því að enginn virðist vera að leita lausna fyrir þennan hóp. Þetta þurfi að ræða á vegum borgar, bæjar og ríkis. Auðvitað er gott að fólk gefur, segir Þórhallur um framlög einstaklinga til hjálparstarfs, en mér finnst að hið opinbera eigi að taka ábyrgð á þessu fólki en ekki bíða eftir því að hjálparstofnanir og góðviljað fólk bjargi málunum. Hann telur að fjölga muni í hópnum nú þegar uppsagnir taka gildi hjá fjölda manna.( mbl.is)
Hér hreyfir presturinn alvarlegu máli. Opinberir aðilar verða að koma þeim til aðstoðar,sem eru í miklum erfiðleikum.
Björgvin Guðmundsson
Fólk á ekki fyrir mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kæri Geir!
Hvað ef að reynist sönn sú litla saga
að á lyginni lífið fram mætti draga
Þá fyrst af skattpínu yrðum við sár
og Sjálfstæðismenn lifðu þrjú þúsund ár.
Heyrir þú í okkur ráðherra Geir
af skattpínu andann við drögum vart meir
Mættum við kannski þann kostinn hljóta
í “vísindaskyni” ráðherra skjóta.
Ég sé nú minn stakkinn í sniði þröngu
að draga ég skuli lífið áfram á öngu
Séð hefi ég það lengst fyrir löngu
þú þekkir ei muninn á réttu og röngu.
Óskar (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.