Ríkið þrýstir vísitölunni upp

Alþingi afgreiddi í gær lög um hækkun gjalda á áfengi, tóbaki, olíu og bifreiðum auk kílómetragjalds og vörugjalds af ökutækjum og eldsneyti. Viðbótartekjur ríkisins af þessu nema ríflega 3,5 milljörðum króna. Í fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir að þessi gjöld hækkuðu um 11,5% á næsta ári, en lagabreytingin tekur gildi strax í dag og nemur 12,5%.

Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR hækkar tóbaksverð strax í dag, en ekki áfengið. Gjald af því er tekið við innflutning og fá birgjar kost á að tilkynna nýtt verð fyrir hækkun.

Fjármálaráðherra sagði í umræðunum á Alþingi í gær að umrædd gjöld hefðu rýrnað miðað við þróun vísitölu neysluverðs og að hækkunin væri innan þeirra marka.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að það skipti máli hvernig staða ríkissjóðs sé rétt af. Þetta setji þrýsting á sveitarstjórnir að fara sömu leið. „Það gefur auga leið að þetta fer beint inn í lánin okkar. Þetta er líka afar gagnrýnisverð leið að fara, því þetta hittir gríðarlega skuldsettan ríkissjóð ekkert síður fyrir en heimilin. Ég efast um að á endanum hafi ríkissjóður haft af þessu tekjur. Verðbótaþáttur lána ríkisins mun auðvitað fara upp,“ segir Gylfi.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir útgjöld vegna meðalstórra bíla hækka um 20.000 krónur á ári út af þessu. Bensínlítrinn hækki um 7,70 kr. í verði og dísilolía um 6,40 krónur. Það sé verulega neikvætt að ríkið taki nú til sín undanfarnar lækkanir á eldsneytisverði.(mbl.is)

 

Það er alvarlegt,að ríkið skuli  gera ráðstafanir,sem auka kostnað lántakenda,húsnæðislána.Aukinn bensínkostnaður og hækkun húsnæðislána hitti heimilin í landinu  og er vandi þeirra ærinn fyrir.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband