Ingibjörg Sólrun vill breytingar

Ingibjörg Sólrún formaður Samfylkingar og Ágúst Ólafur varaformaður sátu fyrir svörum í þætti RUV Í vikulokin í morgun.Ingibjörg   var spurð  hvort  ekki þyrfti að gera breytingar á FME,Seðlabanka og ríkisstjórn vegna bankakreppunnar og efnahagskreppunnar.Hún sagði að gera þyrfti breytingar.Hún útskýrði ekki nánar í hverju þær breytingar ættu að vera fólgnar en gaf til kynna að breyta ætti hjá öllum þessum aðilum FME,Seðlabanka og ríkisstjórn.Minna má á,að rætt hefur verið um það að sameina Seðlabanka og Fjármálaeftirlit.Ef það yrði gert  yrði staða nýs yfirmanns ( nýrra yfirmanna) sjálfsagt augýst.Leiðtogar   stjórnarflokkanna hafa ekki rætt um breytingar á ríkisstjórninni en sá tími er nú að koma að eðlilegt er að gera einhverjar breytingar ef á annað borð á að gera þær.Ef kosið verður næsta vor verður nynduð ný ríkisstjórn að  þeim loknum,annað hvort með sömu flokkum og breyttu ráðherraliði eða  alveg ný stjórn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband