Ingibjörg Sólrún boðar breytingar og kosningar

Ef landsfundur Sjálfstæðismanna samþykkir ekki að sækja um aðild að Evrópusambandinu er mjög líklegt að þurfi að ganga til kosninga. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í þættinum vikulokin á Rás 1 í morgun.

Ingibjörg sagði að ef ekki yrði gengið til aðildarviðræðna á nýju ári væri staðan sú að í ríkisstjórn væru tveir flokkar með gjörólíka stefnu í peningamálum og horfa með algerlega ólíkum hætti á þau verkefni sem fyrir höndum eru. Samstarfi flokkanna væri því sjálfhætt.

Þá verður ríkisstjórnin verður að svara kalli almennings um breytingar í Seðlabankanum, fjármálaeftirlitinum og ríkisstjórn að mati Ingibjargar. Hún vildi þó ekki gefa upp hverjar breytingarnar yrðu, eða hvort mönnum yrði skipt út.( Vísir.is)

Ummæli Ingibjargar Sólrúnar vöktu mikla  athygli.Sumir túlkuðu þau sem svo.að hún væri að boða stjórnarslit ef Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti  ekki aðild að ESB.En svo var ekki .Hún var að segja,að .það yrði að efna til kosninga í slíku tilviki.

 

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson

 

 

 





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband